Kína ferð á 13 viku

12.05.2019

Sæl Ég er að fara til Hong Kong þegar ég verð komin á 13 viku. Þyrfti ef að fá einhverjar sprautur fyrir ferðina og hvað ætti ef helst að varast ?

Heil og sæl, ég ráðlegg þér að hafa samband við heilsugæslustöðina þína til að skoða stöðu á bólusetningum. Það er ágæt regla í löngu flugi að drekka nóg af vökva, standa upp reglulega og hreyfa sig eins og hægt er í þröngu rými flugvélar og mörgum finnst betra að vera í teygjusokkum. Góða ferð og gangi þér vel.