Fjöldi máltíða hjá 5 mánaða

14.05.2019

Góðan dag og takk fyrir flottan vef. Ég er með eina 5 mánaða sem er nýfarin að fá graut. Hún drekkur 2-3 á nóttunni (ég er með hana á brjósti), svo fær hún að drekka um 10 leytið á morgnanna, sefur svo frá ca 11-14 og fær þá graut og brjóst, síðan um 5/6 leytið fær hún brjóst, og svo kl 20:00 fær hún graut og brjóst og fer svo að sofa um 21:00/21:30. Ég er að velta fyrir mér hvort að þetta sé næg næring fyrir hana? Hún er 6,8 kg en ætti í raun að vera um 7,5 kg svo að hún er ekki að þyngjast nóg. Hlakka til að heyra frá ykkur.

Heil og sæl, það er erfitt að segja til nákvæmlega hvað er nóg. Brjóstamjólk er talin næg næring fyrstu sex mánuðina svo að hún er að fá graut extra. Það þyngjast ekki öll börn eins og ef hún þroskast vel og er ánægð og róleg þá er allt í lagi þó hún sé aðeins í minni kantinum. Það geta ekki allir verið stórir. Gangi þér vel.