Brún utferð í kringum egglos

18.05.2019

Hæhæ, Við kærastinn minn erum búin að vera að reyna núna í 6 mánuði og ekkert að frétta. Tiðahringur mjög reglulegur. En núna á 7 tiðahring sem við reynum kom allt í einu ljósbrún utferð (ss ennþá eðlileg áferð á útferðinni en svona ljósbrún/brún á litinn) í kringum egglos, þe á 15 degi tiðahrings. Hvað getur það þýtt? Er þessi tiðahringur þá í rauninni ,,ekki” að ganga? Ætti ég að hafa samband vip kvennsjukdomalækni? Mbk og takk fyrir svörin :)

Heil og sæl, þetta þarf ekki að þýða neitt og 6 mánuðir eru í raun ekki svo langur tími að það sé ástæða til að fara að hafa áhyggjur. Auðvitað getur þú haft samband við kvensjúkdómalækni en það er þó oft ekki gert fyrr en búið er að reyna í eitt ár. Gangi ykkur vel.