Reglulegur tíðarhringur, 10 dögum of sein

19.05.2019

Sæl, Við erum að reyna að eignast barn og ég hef alltaf verið með reglulegan tíðahring, en nú er ég í fyrsta sinn 10 dögum of sein og fæ samt neikvætt á óléttuprófi. Getur verið að ég sé samt ófrísk? Hvað er næsta skref hjá mér ef blæðingar hefjast ekki á næstu dögum?

Heil og sæl, ef engar blæðingar gera vart við sig skaltu endurtaka þungunarprófið eftir viku - 10 daga. Gangi þér vel.