Meiða barnið

21.05.2019

Sælar, ég er gengin 36 vikur og ég var að velta því fyrir mér hvort ég sé að meiða barnið þegar ég er að beygja mig niður og svona þar sem allt er orðið þrengra þarna inni? Stundum er ég að beygja mig og fatta að hnén á mér eru að þrýsta á bumbuna á meðan og var því að velta þessu fyrir mér.

Heil og sæl, nei barnið er mjög vel varið inn í leginu. Legvatnið, legið sjálft og þinn eiginn kviðveggur verja barnið mjög vel. Gangi þér vel.