Að liggja á hlið

22.05.2019

Hæhæ. Ég er komin næstum því 30 vikur og bumban hefur stækkað mikið undafarið og finn barnið hefur mun minna pláss þarna inni. Þegar ég ligg og er að fara sofa finn ég mikil óþægindi í bumbunni, eins og togverki í hliðum og verki og mér líður þegar ég ligg á annari hvorri hliðinni eins og ég sé að liggja á barninu, ég finn svo mikið fyrir því. Svolítið fáranlegt að segja þetta kannski því það er inn í bumbunni, en þegar ég ligg lengi á hliðinni þá fæ ég svona tilfinningu eins og barnið hafi ekki nægilegt pláss eða blóðflæði til sín þegar ég ligg vel á hlið og þegar ég leggst fyrst niður finn ég alveg nákvæmlega hvar barnið er. Er þetta ekki bara einhver tilfinning hjá mér og ég á ekki að þurfa að hafa áhyggjur?

Heil og sæl, nei þú þarft ekki að hafa áhyggjur af þessu. Barnið er vel varið. Til að fari betur um þig þá getur þú sett púða undir kúluna til að styðja við. Barnið hefur þó alltaf nægt pláss. Gangi þér vel.