Spurt og svarað

22. maí 2019

Að liggja á hlið

Hæhæ. Ég er komin næstum því 30 vikur og bumban hefur stækkað mikið undafarið og finn barnið hefur mun minna pláss þarna inni. Þegar ég ligg og er að fara sofa finn ég mikil óþægindi í bumbunni, eins og togverki í hliðum og verki og mér líður þegar ég ligg á annari hvorri hliðinni eins og ég sé að liggja á barninu, ég finn svo mikið fyrir því. Svolítið fáranlegt að segja þetta kannski því það er inn í bumbunni, en þegar ég ligg lengi á hliðinni þá fæ ég svona tilfinningu eins og barnið hafi ekki nægilegt pláss eða blóðflæði til sín þegar ég ligg vel á hlið og þegar ég leggst fyrst niður finn ég alveg nákvæmlega hvar barnið er. Er þetta ekki bara einhver tilfinning hjá mér og ég á ekki að þurfa að hafa áhyggjur?

Heil og sæl, nei þú þarft ekki að hafa áhyggjur af þessu. Barnið er vel varið. Til að fari betur um þig þá getur þú sett púða undir kúluna til að styðja við. Barnið hefur þó alltaf nægt pláss. Gangi þér vel. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.