Slímtappi

25.05.2019

Sælar og takk fyrir góðan fræðsluvef! Ég var að velta fyrir mér varðandi slímtappann. Hvenær er eðlilegt að hann losni? Er komin 37 vikur á morgun og ég tók eftir í morgun að það var töluvert mikið glært slím í klósettinu. Ég átta mig ekki á hvort þetta var slímtappinn eða ekki. Er einhver leið að vita hvort slímtappinn sé farinn eða ekki? Þarf ég eitthvað að leita heilbrigðisþjónustu ef mig grunar það? Bestu kveðjur!

Heil og sæl, þú þarft ekkert að hugsa um hvort að slímtappinn er farinn eða ekki. Margar konur sjá aldrei þennan tappa og það er ekki nein leið til að sjá hvort hann er farinn eða ekki. Gangi þér vel.