3 barnið

26.05.2019

Sælar Ég og maðurinn minn eigum tvo stráka 5 og 3 ára og okkur langar að bæta við en erum núna búin að reyna síðan í desember síðastliðnum. Hinir tveir komu strax undir en það er ekkert að frétta núna. :( Við erum bæði á þrítugsaldri( 31 og 32) afhverju gengur þetta svona illa nuna? Kv ein sem er orðin hrædd um að ekkert muni gerast

Heil og sæl, það er ekki ástæða til að hafa áhyggjur þó að ekkert hafi gerst á sex mánuðum. Það er ekki svo langur tími. Oftast er ekki farið að athuga málið fyrr en búið er að reyna í ár. Þú getur auðvitað farið og hitt kvensjúkdómalækni og rætt við hann ef þú vilt. Gagni þér vel.