Tivolí í Kaupmannahöfn

31.05.2019

Sæl, ég er að fara til Kaupmannahafnar eftir 2 vikur og verð komin rúma 3 mánuði á leið. Við vorum búin að ákveða að fara í Tivolíið en ég fór að velta því fyrir mér hvort það væri kannski ekki ráðlagt, hvort það gæti verið eitthvað hættulegt að vera fara í svona tæki?

Heil og sæl, þér er alveg óhætt að fara í Tívoli. Barnið er vel varið. Gangi þér vel.