Þyngdartap á meðgöngu

03.06.2019

Hæhæ, ég er gengin 15 vikur og fór að hafa smá áhyggjur vegna þess að ég hef ekki verið að þyngjast heldur er ég búin að missa 2-3 kíló frá því á viku 10. Ég er ekki í yfirþyngd, matarlystin er í góðu lagi og ég hef aldrei kastað upp á meðgöngunni. Var að velta því fyrir mér hvort þetta sé óeðlilegt og hvenær ég mætti eiga von á því að vigtin fari upp.

Heil og sæl, ef þú borðar reglulega hollan og fjölbreyttan mat þá gerir ekkert til þó þú þyngist ekki strax. Þú getur átt von á því hvað úr hverju að fara að þyngjast. Gangi þér vel.