Precold sprey á meðgöngu

10.06.2019

Góðan dag Ég finn að það er að hellast í mig kvef og venjulega hef ég notað Precold sprey (munnúða) við slíkar aðstæður. Nú er ég komin 11 vikur og var að spá hvort að það væri óhætt að nota Precold til að sporna við kvefinu. Bestu kveðjur

Heil og sæl, það hefur ekki verið rannsakað hvort óhætt sé að nota precold á meðgöngu og upplýsingar þess efnis liggja ekki fyrir. Ég get því ekki mælt með notkun þess. Gangi þér vel.