Lúsmý - bit

11.06.2019

Góðan dag með þakkir fyrir fínan vef. Ég var uppi í bústað um helgina og gisti eina nótt. Morguninn eftir fór mig að klæja hér og þar og áttaði ég mig á því við nánari eftirgrennslan að ég hafði verið bitin um nóttina af þessu blessaða lúsmýi. Núna um sólarhring seinna klæjar mig enn svo mikið og er öll út í upphleyptum bitum. Flest þeirra eru upphleyptir hnúðar en nokkur eru rauð. Fyrir utan óþægindin sem af þessum bitum hlýtur, þarf ég að hafa einhverjar áhyggjur af barninu mínu? Ég er komin 38 vikur. Ég hef heyrt að flestir séu bitnir en að þetta snúist um ofnæmisviðbrögð í líkamanum eða eitthvað í þá áttina, hvort fram komi kláði eða ekki. Með fyrirfram þökk, Ein doppótt

Heil og sæl, þetta eru nú helst óþægindi fyrir þig sjálfa en hafa ekki áhrif á barnið þitt. Gangi þér vel.