Barn sem hefur erfitt með að kúka

11.06.2019

Sæl Ég er með 6 vikna gömul stelpa sem kúkaði alla daga frá fæðingu en hætti því 4 vikna gömul og er farin að kúka með 5-6 daga á milli. Hún er bara á brjósti. Hún er alltaf að rempast og að reyna að prumpa, sérstaklega á kvöldin og það truflar hana þegar hún drekkur og líður illa... Er þetta eðlilegt? Takk

Heil og sæl, já þetta getur alveg verið eðlilegt. Í upphafi kúka börn frekar mikið en svo dregur úr því og einhverjir dagar geta liðið á milli þess sem þau kúka sérstaklega ef þau eru bara á brjósti. Ég ráðlegg þér að ræða málið við ungbarnaverndina þegar barnið fer í sex vikna skoðun. Gangi þér vel.