Spurt og svarað

19. desember 2011

Sykurþolspróf og hátt BMI

Sæl!


Ég hef verið að velta fyrir mér sykurþolsprófum. Ég verð send í sykurþolspróf þar sem BMI er yfir 30, er 31, en þetta er eini áhættuþátturinn. Ég á barn fyrir og sú meðganga og fæðing gekk eins og í sögu, ég fór þá í svona próf sem kom mjög vel út, þetta var fyrir tæpum 3 árum. Hversvegna er ekki litið meira til fyrri meðgöngu ef allt var eðlilegt við hana og hvort það séu einhver merki um sykur í þvagi eða annað þess háttar, áður en tekin er ákvörðun um sykurþolsprófið.


Komdu sæl!


Rannsóknir hafa sýnt að hátt BMI er stór áhættuþáttur fyrir sykursýki í meðgöngu og því voru þessar vinnureglur settar.  Sykur í þvagi kemur ekki alltaf fram þó kona sé með sykursýki svo það er ekki nákvæm mæling.  Það að ekki var sykursýki í síðustu meðgöngu þrátt fyrir hátt BMI segir ekki til um það að sykursýki verði ekki í þessari meðgöngu.  Því verður að gera prófið á hverri meðgöngu. Hinsvegar hefur þú rétt á að neita prófinu ef þú ert mjög ósátt og berð þá ábyrgð á þessu alfarið sjálf.


Kveðja,


Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
19. desember 2011.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.