Túnfiskur

18.06.2019

Góðan dag og takk fyrir gagnlega síðu. Ég sé að ekki er mælt með ótakmarkaðri neyslu túnfisks en finn ekkert um hvort túnfiskur þurfi að vera eldaður í gegn? Túnfisksteikur eru til dæmis að jafnaði mjög lítið eldaðar og túnfiskur gjarnan borðaður hrár (tuna tartar eða sushi). Er óhætt að borða hráan eða lítið eldaðan túnfisk í litlu magni?

Heil og sæl, það er ekki mælt með að borða hráan eða lítið eldaðan fisk á meðgöngu. Gangi þér vel.