Verkur undir bróstum og í efra baki

21.06.2019

Góðan dag, Ég er komin rúmar 26 vikur á leið og fór fyrir u.þ.b. 10 dögum að finna fyrir verk beint undir brjóstunum. Í fyrstu hélt ég að brjóstahaldarinn væri að erta mig þar sem þetta lýsti sér dálítið eins og þetta væri í húðinni en það eru engin merki um það svo sem roði. Verkurinn ágerðist svo og leitar nú einnig til hægri neðan við rifbeinin. Um svipað leiti og þessi verkur að framan kom fór ég að finna fyrir verk hægra megin í bakinu á mjög afmörkuðum punkti sem er í sömu hæð og verkurinn að framan. Ég finn barnið aldrei sparka svona ofarlega. Þetta er orðið það slæmt að ég verð að vera útafliggjandi stóran hluta af deginum því verkurinn er verstur þegar ég sit eða stend löngum stundum. Kunnið þið einhver svör og ráð við þessu? Mbk.

Heil og sæl, ef þú ert svo slæm úr verkjum að þú þurfir að liggja fyrir stóran part dagsins þá ráðlegg ég þér að hafa samband við ljósmóðurina þína í meðgönguvernd eða heimilislækni. Gangi þér vel.