Forvitni með sykursýki

24.06.2019

Góðan dag ég er að velta einu fyrir mér. Ég las að barn getur fæðst með sykursýki, ég hef ekki haft neitt vesen alla meðgönguna og ég er komin 37 vikur. Ég er búin að vera borða frekar mikla óhollustu síðustu 3 vikur en auðvitað holla fæðu líka. Hvernig getur barn fæðst með sykursýki?

Heil og sæl, það er afar sjaldgæft að börn fæðist með sykursýki og ástæðan er ekki alltaf þekkt, stundum gerast bara hlutir án skýringa. Það er mikilvægt að borða hollan mat í lífinu og sérstaklega á meðgöngunni. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur þó þú hafir borðað óhollan mat undanfarið, það er ekki of seint að breyta yfir í hollan mat. Gangi þér vel.