Herpes á meðgöngu

27.06.2019

Góðan dag! Ég er komin 35 vikur á leið og í gær byrjaði ég að finna mikil óþægindi, verki og smá kláða í náranum, akkúrat þar sem strengur nærbuxanna liggur. Ég hélt þetta væri bara viðkvæmni í húðinni en tók svo eftir í gærkvöldi að það var komin rauð viðkvæm einhverskonar bóla þarna og eins og það væri smá hvítt í henni. Nú hef ég fengið herpes smit áður, og fyrsta sýkingin var mjög svæsin en hef ekki fengið það síðan í mörg ár. Undanfarið er búið að vera mikið álag á mér og ég hef smá áhyggjur að þetta gæti verið herpes sýking. Á ég að bíða og sjá til? Eða á ég að láta kíkja strax á þetta? Til hvers fer ég þá, ljósmóður, læknavakt, heimilislæknis, kvensjúkdómalæknis? Ég hef einnig áhyggjur þetta muni hafa áhrif á fæðinguna ..ef þetta er virk sýking þarf ég þá að fara í keisara?

Heil og sæl, ég ráðlegg þér að ræða málið við ljósmóðurina þína í meðgönguvernd sem fyrst. Gangi þér  vel.