Vont bragð af geirvörtum

30.06.2019

Sælar, Þetta er frekar sérstök spurning, en er eðlilegt að það komi biturt bragð af geirvörturtunum á meðgöngu? Ég er komin um 13 vikur. Enginn roði, eymsli eða önnur einkenni hafa gert vart um sig.

Heil og sæl, nú kemur þú að tómum kofanum. Okkur er ekki kunnugt um að bragð geirvartna breytist á meðgöngu. ÞAð getur þó vel verið og er meinlaust ef engin önnur einkenni fylgja. Gangi þér vel.