Bjúgur á meðgöngu

04.07.2019

Hæ. Ég er gengin 30 vikur á leið og er með mikinn bjúg á fótunum. Ég var að velta því fyrir mér, bjúgurinn er aðallega bara á vinstri löppinni og ekkert á hægri löppinni. Er það alveg eðlilegt? Er eitthvað sem þið mælið með að ég get tekið til að minnka bjúginn. Ég er að tala Magnesium, fer í flugsokka sem halda vel að og er með hátt undir fótunum daglega. Takk fyrir.

Heil og sæl, bjúgur á fótum er frekar algengur síðustu vikur meðgöngunnar. Set hér hlekk á umfjöllun um bjúg. Gangi þér vel.