Bað á fyrstu stigum fæðingar

09.07.2019

Sælar! Mig langaði að spyrja aðeins um vatn í fæðingu. Er frumbyrja og veit að vatn hefur mjög róandi og slakandi áhrif á mig. Vitið þið hvort ég get leigt eða fengið einhverskonar bað sem ég gæti haft heima á fyrstu stigum fæðingarinnar, áður en ég færi upp á spítala? Og er hægt að gera ráð fyrir að komast í bað á Landspítalanum (miðað við að allt líti vel út), eða er það heppni? (gæti kona lent í því að það sé ekki í boði, t.d. ef of mikið er að gera?) Takk kærlega fyrir svörin og fyrir gagnlegan vef!

Heil og sæl, jú bað er svo sannarlega gott að hafa við höndina í fæðingum. Við höfum ekki upplýsingar um það hvort hægt er að leigja baðlaug til að hafa heima en ef þú ert með venjulegt baðkar þá dugar það vel. Ef allt er gott og gengur vel eru eru miklar líkur á að þú komist í bað á spítalanum ef þú óskar eftir því. Gangi þér vel.