Langt flug

10.07.2019

Góðan daginn, mig langaði til að athuga hvernig það er að fljúga með tæpann 4 mánaða strák til Suður afríku þar sem móðirin er einungis búin að fá bólusetningar en ekki barnið. Hvernig er með flugin, þau eru 3. Eitt flugið er tæpir 3 tímar, næsta 9 tímar, og seinasta 9 tímar. Auðvitað er bið á milli fluga en er barninu óhætt að ferðast svona langt á 2 sólahringum? Kær kveðja,

Heil og sæl, það er mjög misjafnt hvernig er að ferðast með börn. Sum taka því vel önnur eiga erfiðara með það. Ég ráðlegg þér að hafa samband við ungbarnavernd í sambandi við bólusetningar og hvað þarf að hafa í huga varðandi þær og við löng ferðalög barna. Gangi ykkur vel og góða ferð.