Engar blæðingar

11.07.2019

Hæhæ, takk fyrir frábæran vef! Nú er drengurinn minn að verða 11 mánaða og rúmir tveir mánuðir frá því hann hætti alveg á brjósti. Ég er ekki enn farin að fá blæðingar, er þetta innan eðlilegs tímaramma eða eitthvað sem ég ætti að láta skoða?

Heil og sæl, það er ekki ástæða til að hafa áhuggjur strax. Blæðingarnar fara örugglega að láta á sér kræla fljótlega.Ef ekker hefur gerst í næsta "tíðahring" þá getur þú ráðfært þig við kvensjúkdómalækni. Gangi þér vel.