Liður illa alla daga eftir fæðingu

12.07.2019

Sæl, Ég á 3 mánaða gamalt barn sem èg var að hætta með á brjóst. Meðgangan var erfið, fæðingin góð og brjóstagjöfin algert helvíti. Ég er mjög reið alla daga út í allt og alla. Ég hef grátið i hverri viku siðan að barnið fæddist. Reiðin mín bitnar aðallega á makann minn og eldra barninu mínu sem er samt bara 5 að verða 6 ára. Stundum vil ég rjúka út og aldrei koma aftur eða einfaldlega hætta að vera til. Oft vil ég að fólk láti mig í friði en það er ekki hægt með nýfætt barn. Ég hef miklar fjárhagsáhyggjur og er búið að vera erfitt að fá tíma hjá sálfræðingi ( hef reynt siðan að barnið var 2 vikna) ég á tima nuna eftir viku en þa er barnið orðið 3 og halfsmanaða. Þetta er ansi langur timi sem eg hef haft til að hraka svakalega. Ég ræð ekkert við skap mitt og nú er ég i báðum áttum hvort ég eigi að fara i timann þvi mer finnst eg ekki eiga efni a þessu. Hvað gerir fólk sem er alveg örugglega með fæðingarþunglyndi en hefur ekki efni á aðstoð? Hvernig hættir þessi vítahringur Bkv Ein reið

Heil og sæl, þú þarft að fá hjálp sem fyrst. Ég ráðlegg þér að ræða málið við heimilislækninn þinn og sjá hvort hann getur ekki aðstoðað þig við að koma málum þínum í góðan farveg. Og endilega fara í tímann til sálfræðingsins. Mörg stéttarfélög niðurgreiða sálfræðikostnað til sinna félagsmanna. Hugsanlega gæti það gagnast þér að hitta félagsráðgjafa til að finna úrræði fyrir þig. Reykjavíkurborg og sveitarfélög eru með félagsráðgjafa starfandi sem veita íbúum ráðgjöf. Gangi þér vel.