Rifa í fæðingu

14.07.2019

Sæl verið og takk kærlega fyrir þennan vef! Ég átti drenginn minn 28.febrúar og í fæðingunni fékk ég tvær litlar fyrsta stigs rifur, önnu innan á annan barmann en eg veit ekki hvar hin var, og það var sitthvort sporið sett í þær. Núna fjórum og hálfum mánuði seinna er eg með eins og skurð innan á barmanum sem koma bara allt í einu og ég held að það sé á sama stað og rifan var. Hann er 1cm langur og 1-2 mm djupur, hverjar eru líkurnar á þvi að þetta sé sama rifa og rifnaði í fæðingunni? Ég var líka að hætta að nota mjólkurvörur fyrir 1,5 viku síðan og hugsaði fyrst hvort það gæti hafa haft áhrif a bakteríuflóruna á þessu svæði og að þetta væri sveppasýking, en ég hélt samt að maður fengi ekki svona sár/skurð með sveppsýkingu. Og er eitthvað sem ég má bera a sárið/skurðinn annað en vaselín til að láta það gróa kannski aðeins hraðar?

Heil og sæl, það er heldur ólíklegt að rifa frá fæðingunni hafi opnast. Ég ráðlegg þér að láta kíkja á þetta og skoða hvað þessi rifa getur verið og hvernig væri best að meðhöndla hana. Gangi þér vel.