Brjóstapillan

15.07.2019

Halló Ég er að velta fyrir mér hvernig ég byrja að taka brjóstapilluna. Ég átti barn 16 maí, fyrir tveimur mánuðum, er með barn a brjósti og ekki byrjuð á blæðingum. Á ég að bíða eftir að blæðingar hefjast eða má ég byrja strax? Kær kveðja

Heil og sæl, þú mátt byrja strax, þú ert í raun orðin frjó áður en að fyrstu blæðingar byrja. Brjóstagjöf dregur aðeins úr líkum á því að verða ófrísk fljótt aftur en þó borgar sig alls ekki að stóla á það. Gangi þér vel.