Taka tvö - keisari síðast

22.06.2010

Sælar!

Nú þegar farið er að huga að því að eignast annað barn þá vakna upp spurningar. Því fyrri fæðing var bráðakeisari. Fór af stað um 35. viku og barnið var sitjandi. Annars var nokkuð eðlileg meðganga að baki. Það er talað um þegar fyrri fæðing er keisari þá flokkist maður í áhættuhóp á næstu meðgöngu. Hvað felst í því? Er meira eftirlit alla meðgönguna eða bara á lokasprettinum?

Kveðja, Fyrirhyggjan.


Sæl og blessuð!

Konur sem hafa farið í keisara og einnig þær sem hafa fætt fyrirbura eru í meðgönguvernd hjá ljósmóður og heimilislækni á sinni heilsugæslustöð en mælt er með að þær hitti fæðinga- og kvensjúkdómalækni eða aðra sérfræðinga a.m.k. einu sinni á meðgöngunni. Þannig að þú hefur bara samband við þína heilsugæslustöð þegar að þessu kemur.

Gangi þér vel.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
22. júní 2010.