27 dagar framyfir blæðingar

16.07.2019

Hæ. Èg er komin 27 daga framyfir og pissaði á prufu í morgun og það kom neikvætt á prikið. Er 45 ára. Geturðu sagt mèr hvað sè í gangi ?

Heil og sæl, hugsanlega er blæðingmynstrið hjá þér að breytast með auknum aldri, það er líklegasta skýringin. Það getur verið að það fari að detta út einar og einar blæðingar eða að þær verði mjög óreglulegar. Gangi þér vel.