Verkir eftir egglos

18.07.2019

Góðan daginn og takk fyrir góðan vef. Mig langaði að forvitnast, ég er með tíðarhring sem er ca 28-31 dagar. Ég finn yfirleitt mjög sterklega fyrir egglosi hjá mér og túrverkir eru oft gríðarlegir. Ég hef oft haldið að ég sé með legslímsflakk (miðað við mörg einkenni en aldrei skoðað það nánar.) Ég var með egglos um daginn, frekar skrýtið egglos, ekki þessa krampa sem ég er von að fá heldur mikla túrverkjaseyðing. Síðan egglosið hefur verið hef ég verið með milda túrverkjaseyðin on og off á hverjum degi (blæðingar eiga að hefjast eftir 7-6 daga) Ég og eiginmaðurinn erum að reyna að eignast barn ef það skiptir einhverju máli. Eru þessi túrverkjaseyðingur sem hefur verið viðvarandi stanslaust eftir egglos alveg eðilegt? Tengist þetta legslímsflakki? Með bestu kveðjum.

Heil og sæl, það er erfitt að segja nákvæmlega hvað þetta er án þess að skoða þig. Það er einstaklingsbundið hvað konur finna mikið fyrir egglosi og blæðingum. Ég ráðlegg þér að ræða málið við kvensjúkdómalækni. Gangi þér vel.