Kyrrseta á meðgöngu

20.07.2019

Sæl Ég er gengin 26.vikur og hef verið núna í "bómullarfótarferð" síðustu fjórar vikurnar. Ég fékk lítið fylgjulos á viku 16 með tilheyrandi hematoma sem hefur gert það að verkum að ég er næm fyrir álag og fæ auðveldlega verki og samdrætti. Fékk samdráttarhrynu (reglulegir á 5 mín fresti sem stóð í um 6 klst) á viku 23 og fór þá á spítala. Fékk að fara heim og þurfti ég um 6 daga rúmlegu heima áður en verkir og samdrættir hættu. Tek fram að leghálsinn var ekki styttur eða opin svo það var jákvætt, einnig var hematome-ið óbreytt og engar frekari blæðingar. Barnið hefur það ljómandi og fylgjan að öðru leiti að standa sig vel Ég er ansi virk í grunninn og á mjög erfitt með að finna minn stað í þessari hvíld. Mín spurning er varðandi venjuleg heimilisverk (á tvö börn 4+8ára). Miða við sögu á ég að sleppa öllu? Þá beygja, teygja, takmarka tröppugang, takmarka meira? Ég er með næga hjálp en finnst bara erfitt að sitja horfa á. Er afar eyrðarlaus. Líður betur núna líkamlega en hef afar takmarkað þol, stutt í verki en er ekki að fá þessa reglulegu samdrætti. Ég hef verið að stoppa þegar ég fæ þreytuverki en mér finnst erfitt að finna balance og er að spá í hvort ég eigi að vera að stoppa fyrr því ef svo er þá get ég lítið verið að gera.

Heil og sæl, þessu er erfitt að svara án þess að skoða þig. Það er best að fara eftir því sem læknar/ljósmæður ráðlögðu þér þegar þú varst útkskrifuð af spítalanum eða að ræða málið við þá sem sinna þér í meðgöngueftirliti. Gangi þér vel.