Að láta athuga frjósemi

31.07.2019

Sæl(l), Ég er þrítug og er í föstu langtímasambandi, en við erum ekki búin að ákveða okkur hvort við viljum eignast barn. Þar sem að aldur minn fer nú að hafa áhrif á frjósemi og prósentulíkur á vel heppnaðri meðgöngu, langar okkur þó að vita hvort allt virki vel hjá okkur báðum og þess háttar, þannig að við getum tekið það inní reikninginn. Við viljum ekki vera í þeirri stöðu eftir 5 ár að ákveða að núna sé tíminn en komast þá að því að hefðum við reynt nokkrum árum fyrr hefði það gengið upp, en núna sé það of seint... eða þá loksins taka ákvörðun um að reyna, frekar en lifa barnlausu lífi, til þess eins að komast að því að við getum ekki eignast barn. Þá væri betra að vita það á meðan við erum enn óviss þannig að pælingarnar fari ekkert lengra að óþörfu og við mögulega sparað okkur óþarfa áföll. Mér þætti vænt um að vita hvort það sé hreinlega hægt að panta tíma hjá lækni og láta "tjekka" á okkur báðum, eða hvort það sé eingöngu gert ef pör eru staðráðin í barneignum og hafa reynt án árangurs.

Heil og sæl, þið getið að sjálfssögðu pantað tíma hjá lækni og rætt málið við hann. Í kjölfarið er svo hægt að ákveða hvort og/eða hvaða rannsóknir ætti að gera. Gangi ykkur vel.