Hreyfingar

01.08.2019

Sælar góðu konur og takk fyrir frábæran vef, hann hefur komið að góðum notum! Nú er ég komin 18 vikur á leið með fyrsta barn og ég er farin að finna greinilegar hreyfingar daglega, aðallega á kvöldin þegar ég er komin í ró. Unnusti minn er búinn að finna tvisvar fyrir hreyfingum og erum bæði himinlifandi með það. En það er eitt sem ég hef verið að velta fyrir mér hvort sé eðlilegt og það er að ég finn bara fyrir hreyfingum hægra megin, alveg undantekningarlaust. Mér var sagt í sónar í síðustu viku að fylgjan sé á framvegg og það gæti haft áhrif á hreyfingar, en velti fyrir mér hvort það sé eðlilegt að finna þær bara öðru megin á þessu tímabili meðgöngunnar. Bestu kveðjur

Heil og sæl, jú það er alveg eðlilegt, smám saman verða hreyfingarnar útbreiddari og þú finnur þær um allt. Gangi þér vel.