Pelagjöf

04.08.2019

Sæl :) Nú er ég að hætta með stelpuna mína a brjósti , hún er að verða 5 mánaða. Ég er semsagt að klára fæðingarorlofið og byrja í skóla eftir 2 vikur. Hún fær bæði graut og grænmetismauk og svo hipp mjolkurblöndu. En það sem er að vefjast fyrir mér er magn mjólkur í pela. Er smá óörugg með það, hún sefur alla nóttina ca. 20:00-7:00/8:00. Fær mauk í hádeginu, smá ávaxta seinni partinn og svo graut um kvöldið. Pela með öllum máltíð og einn auka kl 17. Ég er að gefa henni brjóst þegar hún vaknar og svo aftur um 10 og svo áður en hún sofnar. Þarf að taka ut morgungjafirnir en ætla að reyna að halda i kvöldgjöfina. Kærar þakkir!

Sæl og blessuð, það stendur væntanlega á umbúðum hve mikið er mælt með að hún drekki í einu. Þú getur miðað við það en það er þó einstaklingsbundið hve mikið hvert og eitt barn drekkur. Þar sem hún er farin að borða talsvert þá er spurning hvort þú dragir ekki út pelagjöfinni og gefir henni að drekka úr glasi með matnum. Besta viðmiðið sem þú hefur um hvort að hún fær nóg er að sjá að hún dafni vel og sé ánægð. Gangi ykkur vel.