11 vikur meðganga

05.08.2019

Komin 11 vikur á leið er að svona smá verki í nára og vont að standa upp en ég er ekki alltaf með þá en koma þegar ég er nyvoknuð allavega. Og er samt alveg að detta í 12 vikuna Er þetta bara kannski legið að stækka svona hjá mér eða ætti að latta skoða þetta ef þetta verður í nokkra daga hjá mér.

Heil og sæl, jú þetta geta alveg verið óþægindi vegna stækkunar legsins. Ég ráðlegg þér að ræða málið við ljósmóðurina þína í meðgönguvernd. Gangi þér vel.