Rakstur eftir fæðingu

06.08.2019

Góða kvöldið. Hvenær má raka sig niðri eftir fæðingu? Er sýkingarhætta ef maður gerir of fljótt? Ég fékk 1 stigs rifur með 2-3 spor eftir fæðingu.

Sæl og blessuð, þú mátt raka þig þegar rifan er gróin og þegar þú finnur ekki fyrir óþægindum við það. Gangi þér vel.