Tann röntgen

24.03.2015

Ég fór til tannlæknis komin 26 vikur, hún var eitthvað utan við sig og sá ekki að ég væri ólétt og ég hélt að það færi ekki fram hjá henni. Áður en ég vissi af er hún búin að taka myndir af tönnunum og ég var ekki með neina svuntu. Hversu hættulegt er þetta þegar ég er komin svona langt? Hef lesið mjög misvísandi svör á netinu


Heil og sæl, þú getur verið alveg róleg. Það er auðvitað æskilegt að verja sig fyrir röntgengeislun en þetta er mjög lítil geislun og þú komin langt svo að þú þarft ekki að hafa áhyggjur. Ég hef heyrt en ekki fengið alveg staðfest að það sé minni geislun af þessu en að fara eina ferð í flugvél. Það má benda á líka að í gamla daga fóru konur stundum í röntgenmynd seint í meðgöngunni til að meta stærð mjaðmagrindarinnar og það hafði ekki neinar afleiðingar í för með sér. Gangi þér vel og hafðu ekki áhyggjur!!

bestu kveðjur
Áslaug V.
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
24. mars 2015