Óþægindi á bikinisvæðinu

08.08.2019

Ég hef verið með i nokkra mánuði rosalega slæma húð framan á píkunni þar sem hárin eru. Öll út í útbrotum, fílapenslar held eg asamt bólum og leiðindum. Þetta er bara bundið við framan á. Ekki niðri á börmunum eða þar. Einnig hef eg haft sitthvorumeginn í náranum rauða bletti einsig sóriaser bletti. Tek þad fram ad eg er mjög þrifin og skipti á hverjum degi um nærföt. Hvað getur þetta verið? Hvert get eg leitað og hvað má bera á þetta? Eg hef verið ad setja Elecon en þad virkar ekkert.

Heil og sæl, ef þú rakar þig eða fjarlægir hárin á annan hátt þá er möguleiki að þú sért með inngróin hár sem valda þessum leiðindum. Ég ráðlegg þér að ræða málið við lækninn þinn sérstaklega ef þig grunar að þú sért að fá psóriasis bletti. Gangi þér vel.