Höfuðverkur

11.08.2019

Sælar og takk fyrir góðan vef. Núna er ég komin 29v a minni 3 meðgöngu. Ég fékk meðgöngueitrun a fyrstu meðgöngu og háþrýsting a annarri en er núna mjög rokkandi. Ég hef verið að fá höfuðverkjaköst a meðgöngunni sem eru svo slæm að ekkert virkar og ég vakna meira að segja af svefni við verkina. Eg tek paratabs/parkodin, fer i nudd og nota vöðvaolíu og ekkert virkar. Nú hef eg verið að mæla mig heima og tek eftir því að neðri mörk rokka frá 70 uppí 90 niður í 68 þó ég sé í algjörri slökun en púlsinn sem er venjulega um 65 ca er alveg 90. Getur þetta verið að orsaka höfuðverkinn? Ég er að gefast upp. Ég get ekki meira af verkjum :/

Komdu sæl og blessuð, þetta er tæplega nóg hækkun á þrýstingi til að valda þessum verkjum. Þú verður endilega að ræða þetta í meðgönguverndinni og sjá hvort ekki finnst lausn á þessu. Gangi þér vel.