Digest Gold á meðgöngu

12.08.2019

Góðan daginn Nú langaði mig til að athuga hvort það væri í lagi að taka Digest Gold meltingarensím á meðgöngu? Er með mjög erfiða meltingu sem verður enn erfiðari á meðgöngu og er þetta mjög hjálplegt til að halda öllu gangandi. Ekkert sagt nema ráðfæra sig við sérfræðing áður en byrjað er inntöku á þessu ef þú ert barnshafandi osfr. Með fyrirfram þökkum

Komdu sæl, ég fann ekki neinar áreiðanlega upplýsingar um hvort að megi taka þetta efni á meðgöngu. Við getum því ekki mælt með því. Gangi þér vel.