Brjóstagjöf

13.08.2019

Ég er með 5 mánaða gamalt barn sem hefur alltaf verið duglegur á brjósti. Ég hef alltaf mjólkað vel og ekkert vesen tengt brjóstagjöf. Undafarna 2 mánuði hefur hann hins vegar alveg hafnað öðru brjóstinu það var mun minna í því og hann kúgaðist bara þegar ég setti hann á það, núna er stærðarmunurinn mikill á brjóstunum enda mikil framleiðsla í hinu sem hann tekur eingöngu. Þarf ég að hafa áhyggjur af þessu, eða bara leyfa honum að vera bara á þessu eina brjósti ?

Heil og sæl, þú þarft ekki að hafa áhyggjur af þessu og leyfðu honum bara að ráða. Það virðist stundum sem að börn geri upp á milli brjósta og finni mun þó að enginn munur sé sjáanlegur. Gangi ykkur vel.