Pevaryl á meðgöngu

15.08.2019

Sælar, Mig langaði að athuga hvort að það væri óráðlegt að nota Pevaryl krem+stíla við sveppasýkingu á meðgöngu? Þá aðallega fyrstu 12v?

Heil og sæl, í fylgiseðli með Pevaryl er gefið upp að lyfið skuli ekki nota á fyrsta þriðjungi meðgöngu án samráðs við lækni. Ef þú ert komin styttra þá er ráðlegt að ræða málið við lækninn þinn. Gangi þér vel.