Tannhvítuefni

03.04.2008

Er í lagi að nota tannhvítuefni á meðgöngu? Þetta er efni frá tannlækni og fékkst áður en þungun átti sér stað og efnið heitir Opalescence 15%.

Takk fyrir, einn spenntur...


Sæll og takk fyrir að leita til okkar.

Það hefur lítið verið rannsakað hvort þetta efni hefur einhver skaðleg áhrif á fóstur. Tannlæknar hafa þar af leiðandi ekki mælt með notkun þess á meðgöngu.

Kveðja,

Þórdís Björg Kristjánsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
3. apríl 2008.