Bakflæði í ungabarni

18.08.2019

Hæ. Sonur minn er alveg að verða 4 vikna og hefur öll þessi typísku einkenni bakflæðis. Hann ælir stundum upp, gúlpast í honum, hóstar oft og fær hiksta mjög oft, kúgast stundum eftir gjafir og setur upp grettur í framan og smjattar eins og magasýrur séu að koma upp. Hann er samt voða vær og grætur ekki mikið og neitar aldrei brjóstinu eða þannig. En ég hef tekið eftir að þetta truflar svefninn hans. Ég reyni að halda honum uppréttun eftir gjafir og leyfa maganum að settla en það er oft erfitt á næturnar í langan tíma. Þegar hann er lagður niður til svefns (líka þegar hann leggur sig á daginn) er hann stöðugt að rumska, gretta sig, er með froðukennt slef og sefur greinilega ekki vel. Þetta virðist svo lagast aðeins en þegar hann vaknar er hann líka svona, hann vaknar aldrei vel. Svo hef ég tekið eftir að honum svelgist mikið á og eins og hann nái ekki andanum stundum, eða það trufli eitthvað smá öndunina þegar það er slef/eitthvað að koma upp í hálsinum. Það rumar líka rosalega í honum, eins og hann þurfi að hósta eða ræskja sig, og stundum þarf hann að hósta svakalega. Ég var að spá hvort ég þyrfti að hafa miklar áhyggjur af þessu? Þá sérstaklega sambandi við kokið og öndunina.. Hvort ég þurfi að láta lækni skoða hann? Því hann virðist ekki vera í mikilli vanlíðan en ég vil vera alveg róleg með að hann geti andað auðveldlega.

Heil og sæl, fyrst að hann er rólegur og dafnar vel þarftu ekki nauðsynlega að láta skoða hann. Þegar þú ferð með hann í 6 vikna skoðun getur þú rætt málið við ungbarnaverndina. Gangi þér  vel.