Matarræði með barn á brjósti

19.08.2019

Hæhæ. Ég eignaðist dóttur mína fyrir stuttu og var að spá hvort það sé eitthvað sérstakt sem ég má ekki borða eða setja ofan í mig meðan ég er með hana á brjósti? Ég veit af áfengi og koffíni auðvitað, en veit ekkert um matarræði eða vítamín eða hvað er best að forðast.

Heil og sæl, það er ekkert sem ber að forðast í mat. Best er að borða fjölbreyttan og hollan mat. Gangi þér vel.