Gul útferð

19.08.2019

Hæhæ, Ég eignaðist barn fyrir 7 vikum og er ég ennþá með gula útferð. Útferðin er ekki mikil en ég þarf samt að nota bindi og get ég notað 1 bindi á dag! Er þetta eðlilegt eða gæti þetta verið sýking?

Heil og sæl, ég ráðlegg þér að láta athuga þessa útferð. Úferð getur bent á að eitthvað sé ekki eins og það á að vera svo þú skalt ráðfæra þig við lækninn þinn. Gangi þér vel.