Er eðlilegt að blæða eftir kynlíf eftir fæðingu ?

24.08.2019

Sælar ljósmæður og takk fyrir frábæran vef, nuna eru rúmir 2 mánuðir síðan ég átti strákinn minn og var loksins að treysta mér í það að stunda kynlíf aftur eftir fæðinguna, eftir kynlífið tók ég eftir að mér blæddi sem ég kippti mér ekki mikið við, bjóst svo sem við því en núna 2 dögum seinna blæðir mér ennþá. Vill taka fram að ég finn ekki til og þetta er ekki mikið magn þannig að ég þurfi bindi en klósettpappírinn verður rauður af blóði í hverri skeinu. Er eðlilegt að blæða svona lengi eftir kynlíf ? Getur eitthvað hafa rifnað upp í æsingnum svona langt eftir fæðingina ?

Heil og sæl, það ætti nú ekki að blæða svona löngu seinna. Ef þetta hættir ekki eða kemur endurtekið eftir kynlíf þá ráðlegg ég þér að láta skoða þig. Gangi þér vel.