Sveppasýking

26.08.2019

Góðan dag, við hjónin erum að reyna að eignast barn ég er á egglosi núna og var að fá sveppasýkingu, má nota kremið á þessu stigi eða ætti ég að bíða með það þangað til ég veit fyrir víst hvort ég verði þunguð eða ekki? má maðurinn minn byrja að bera á sig krem þó við séum enn að reyna? með fyrirfram þökkum

Heil og sæl, jú þið getið meðhöndlað ykkur við sveppasýkingunni. Gangi ykkur vel.