Óvarið kynlíf rétt fyrir blæðingar

26.08.2019

Í dag byrjaði ég á blæðingum en ég stundaði óvarið kynlíf 3sinnum 1-2 dögum áður en ég byrjaði á blæðingum. Er möguleiki á að ég sé ófrísk ef ég er að blæðingum núna?

Heil og sæl, nei þú ert á blæðingum og þá ertu ekki ófrísk. Þú þarft að stunda kynlíf í kringum egglos tímann til að verða ófrísk. Gangi þér vel.