Kuldi á höndum og fótum

28.08.2019

Sælar ljósmæður og takk fyrir frábæran vef. Núna síðustu daga hef ég tekið eftir því að 8 mánaða dóttir mín er mjög köld á höndum og fótum (en ekki annars staðar). Hún er nýlega hætt á brjósti, borðar vel en hefur verið með svolitla hægðatregðu. Geta verið einhver tengsl milli þessara breytinga og kuldans eða getur þetta verið tilviljun bara? Og er þetta eitthvað sem ég þarf að hafa áhyggjur af?

Heil og sæl, það eru engin augljós tengsl þarna á milli. Ef henni liður vel, er vær og dafnar vel er ekki ástæða til að hafa áhyggjur. Gangi ykkur vel.